Tími geitunganna runninn upp


Nú er tími geitunganna upp runninn og víða hefur spurst af búum
undanfarið hér í Siglufirði. Fréttamaður veit t.d. um eitt í Skútudal og
annað í gamla kirkjugarðinum, og hafði spurnir af hinu þriðja við
Leikskála, en starfsmenn áhaldahússins fjarlægðu það á dögunum.

Fjórum geitungategundum hefur tekist að koma upp afkvæmum á íslandi, eftir
því sem næst verður komist. Þetta eru holugeitungur, húsageitungur,
roðageitungur og trjágeitungur. Einungis hinn síðast nefndi er talinn
hafa náð fótfestu á landsbyggðinni.

Nánari upplýsingar um landnám geitunganna er að finna undir Viðtöl
(Sigurður Ægisson: Geitungar – geðstirðir grannar), þar sem m.a. er rætt
við Erling Ólafsson skordýrafræðing. Sú grein birtist upphaflega í
Morgunblaðinu 29. júlí árið 2001.

Þetta trjágeitungabú er í gamla kirkjugarðinum í Siglufirði. Efniviðurinn er pappír.

Myndin var tekin í gær.

Hér er nærmynd af einum íbúanna.

Hér sést betur hvar inngangan er, neðst.

Þetta trjágeitungabú er hins vegar að finna í Skútudal.

Það er að mestu grafið í jörð.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is