Tilraunaborun í Siglufirði lofar góðu


[mbl.is | 11.10.2010 | 14:28]

Tvær 70 metra djúpar tilraunaborholur á Skarðdal í Siglufirði gefa  góða raun og var ákveðið að bora vinnsluholu á staðnum. Eftir fyrstu prófanir virðist hún gefa allt að 50 lítra á sekúndu af 73 gráðu heitu vatni.

Borun vinnsluholu á Skarðdal fyrir Hitaveitu RARIK á Siglufirði lauk þann 25. september með góðum árangri. Jarðhitasvæðið í Skútudal sem hefur þjónað Siglufirði undanfarna ártugi hefur gefið nokkuð eftir að undanförnu og ekki liggur fyrir niðurstaða rannsókna á því hvað veldur. Svæðið uppfyllir ekki lengur þörfina fyrir heitt vatn á Siglufirði, samkvæmt upplýsingum frá RARIK.

Dagana 5.-9. ágúst 2010 voru boraðar tvær 70 metra djúpar hitastigulsholur á Skarðdal í Siglufirði með jarðbornum Hrímni. Þessi tilraunaborun gaf góða raun og var ákveðið að bora vinnsluholu á staðnum.Jarðboranir boruðu holuna með bornum Sögu undir leiðsögn ÍSOR. Holan er 702m djúp sem eftir fyrstu prófanir virðist gefa allt að 50 lítra á sek af 73 gráðu heitu vatni. Holan er í 200m h.y.s. Vinnslufóðringin nær niður á 286m dýpi. Vatnsborð er i 78m dýpi frá yfirborði í kyrrstöðu og fellur tiltölulega lítið við dælingu.Næstu skref eru að prófa og virkja holuna og leggja stofnlögn frá holunni til bæjarins. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefist strax á næsta ári.Telja má fullvíst að með þessari viðbót í orkuvinnslu hitaveitunnar sé heitavatnsþörf Siglfirðinga fullnægt næstu áratugi, samkvæmt upplýsingum frá RARIK.

Frá borunarsvæðinu í Skarðsdal 23. september 2010.

[Fengið af Netútgáfu Morgunblaðsins. Endurbirt hér með leyfi.]

Mynd og texti: Netútgáfa Morgunblaðsins | mbl.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is