Tilnefnd til dönsku kvikmyndaverðlaunanna


Kristín Júlla Kristjánsdóttir er tilnefnd til dönsku kvikmyndaverðlaunanna, Robert Prisen, fyrir bestu förðun í kvikmyndinni Valhalla. Kristín er tilnefnd ásamt Salla Yli-Luopa. Verðlaunahátíðin fer fram 26. janúar. Mannlíf.is greinir frá þessu.

Kristín Júlla Kristjánsdóttir er fædd árið 1968. Foreldrar hennar eru Hafrún Ólöf Víglundsdóttir og Kristján Ingi Helgason (Sveinssonar leikfimikennara). Fósturfaðir Kristínar var Júlíus Baldvinsson.
 Eiginmaður Kristínar er Guðmundur Þór Skarphéðinsson, sonur Margrétar S. Hallgrímsdóttur og Skarphéðins Guðmundssonar kennara.

Sjá líka hér, hér, hér og hér.

Siglfirðingur.is óskar Kristínu innilega til hamingju með þennan heiður.

Mynd: Ásdís Ásgeirsdóttir | [email protected].
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]