Tilkynning um fjáröflun


Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg (SSS) fer í æfingaferð til Austurríkis í byrjun árs 2015. Iðkendur félagsins munu af því tilefni efna til fjáröflunar dagana 12.-21. september næstkomandi og ganga í hús hér á Siglufirði og selja Fyrstu hjálpar töskur. Þær eru CE merktar ásamt því að vera með þýska DIN gæðastaðlinn. Læknar hafa valið í þær og eru þær fluttar inn með leyfi Landlæknisembættisins.
Um er að ræða minni tösku sem kostar 1.000 kr. og er tilvalið að hafa í öðrum töskum, s.s. skólastösku, sundtösku og handtösku. Taskan inniheldur plástra, sárabindi, grisju, einnota hanska, sótthreinsandi blautþurrkur, sápublautþurrkur, límband og eyrnapinna.

Stærri taskan kostar 2.000 kr. og er kjörin í bílinn, fjargöngur og styttri fjallaferðir þar sem hún er með mittisbelti. Hún inniheldur allt það sama og minni taskan og auki auk þrihyrndan fatla, hitateppi, töng og skæri.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is