Tilkomumikil björgunaræfing í miðjum Siglufirði


Í gærkvöldi fór fram í miðjum Siglufirði, töluvert norður af Öldubrjótnum,
tilkomumikil björgunaræfing í samvinnu við starfsmenn og þyrlu
Landhelgisgæslunnar, og tóku auk heimamanna þátt í henni Ólafsfirðingar
og Dalvíkingar. Að sögn Ómars Geirssonar hjá Björgunarsveitinni Strákum
felst æfing með TF-GNÁ í því að hífa menn frá borði og úr sjó.

Það mun
hafa verið Landhelgisgæslan sem bað um æfinguna, því áhöfn þyrlunnar
þarf að skila ákveðnum fjölda tíma í sjóæfingar til að halda réttindum.

Æfingin tókst í alla staði vel.

Áhöfn þyrlunnar bent á lendingarstað.

TF-GNÁ mætt á staðinn.

Annað sjónarhorn.

Menn gera sig klára.

Annar tveggja slöngubátanna leggur úr höfn út í myrkrið.

Og Sigurvin.

Æfingin í fullum gangi.

TF-GNÁ lendir hjá Óskarsbryggju um klukkustund síðar, eftir vel heppnaða æfingu.

Sigurvin kemur að landi.

Og slöngubátarnir.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is