Tilkomumikið gamlárskvöld í stilltu veðri en köldu


Það var fallegt veður í Siglufirði á síðasta degi ársins 2010, stillt en dálítið kalt.

Kveikt var í brennu á Vesturtanga kl. 20.30 og flugeldasýning í boði Björgunarsveitarinnar Stráka og fleiri fyrirtækja hófst kl. 21.00 og var skotið upp frá varnargörðunum sunnanverðum.

Á miðnætti var svo öllu fýrað upp í loft sem hægt var, öllum birgðum sem fólk hafði sankað að sér undanfarna daga í tilefni áramótanna, og virtist um tíma sem hafin væri loftárás á bæinn. Þetta sást úr Grímsey. En svo hægðist um eftir því sem lengra dró frá miðnætti og inn á hið nýja ár, og nokkru síðar var allt orðið kyrrt á ný og það eina sem minnti á það sem gerst hafði var reykurinn sem enn sveif yfir.

Sannarlega tilkomumikil og eftirminnileg sjón.

Siglfirðingur.is þakkar lesendum sínum árið sem nú hefur kvatt og óskar þeim alls hins besta á því nýja.

Þessi orð áttu reyndar að fara inn í nótt en vegna bilunar í netþjóni var það ekki hægt fyrr en núna. Er beðist velvirðingar á því.

En hér koma nokkrar myndir.

Kveikt var í áramótabrennunni kl. 20.30 í gærkvöldi.

Þangað dreif að töluvert af fólki sem fylgdist svo þaðan með flugeldasýningunni sem byrjaði kl. 21.00.

Þetta gaf að líta kl. 23.55.42.

Kl. 23.59.58.

Kl. 00.00.16.

 

Kl. 00.00.43.

Kl. 00.00.55.

Kl. 00.01.37.

Kl. 00.02.10.

Kl. 00.04.39.

En þegar 15 mínútur voru liðnar af nýja árinu var bara reykurinn eftir.

Einstaka hvellir heyrðust þó fram eftir nóttu, hér og þar.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is