Til heiðurs Bjarka Árnasyni


?Þann 3. maí nk. hefði tónlistarmaðurinn og laga- og textahöfundurinn Bjarki Árnason orðið níræður. Af því tilefni verður dagskrá á Ljóðasetrinu á Siglufirði laugardaginn 3. maí kl. 17.00.  Þar munu lög hans, textar og vísur hljóma og sagðar verða af honum sögur. Ýmsir tónlistar- og sögumenn koma fram og ýmis gögn úr fórum Bjarka verða til sýnis. Afkomendur hans munu fjölmenna og taka þátt í gleðinni. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.? Þetta segir í aðsendri frétt.

Sjá líka hér umfjöllun um einhvern kunnasta texta Bjarka.

Bjarki Árnason.

Mynd: Úr safni.

Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is