Tíðindi af veðri


Hvellurinn í gær, nótt og morgun var æði mikill í Siglufirði og á Facebook-síðu Björgunarsveitarinnar Stráka má lesa, að í nægu hafi verið að snúast.

Hættustigi vegna snjóflóða í Ólafsfjarðarmúla var lýst yfir kl. 18.30 í dag, svo að þar er nú lokað, og einnig Siglufjarðarvegur.

Athygli hefur vakið, að undanfarna daga hefur ekki verið hægt að sjá upplýsingar um vindhraða og annað frá Ketilási að Strákagöngum, svo að undirritaður ákvað að senda fyrirspurn til Vegagerðarinnar og til svara varð forstöðumaður samskiptadeildar, G. Pétur Matthíasson. Sagði hann vindrafall á veðurstöð hafa bilað (fokið úr sæti sínu) með þeim afleiðingum að hún væri nú rafmagnslaus og því bærust engin gögn frá henni. Beðið sé eftir þokkalega góðu veðri til að setja upp annan vindrafal en uppsetning krefjist þess að vindur sé í lágmarki. Varðandi veðurstöðina í Herkonugili virðist vindnemi hafa laskast og verði skipt um hann við fyrsta tækifæri.

Mynd: Vegagerðin.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]