Tíðindalítið úr vesturbænum


Það er lítið að frétta héðan úr
vesturbænum þessa dagana, og allt gott um það að segja. Einna helst
mætti geta þess, að flækingsfuglar eru enn á sveimi í görðum, þótt eitthvað hafi raðirnar þynnst í kuldunum undanfarið.
Við Hanneyri eru um tíu svartþrestir, fimm gráþrestir og einn
hettusöngvari – ein hörkukvinna sem lætur ekkert á sér vinna, hvorki
10 stiga gadd né hríðarbylji. Ótrúleg seigla það. Og 22. desember voru þeir tveir, svo e.t.v. er hinn einhvers staðar á ferli nærri.

Einnig mætti nefna, að á vinstri
spalta á forsíðu er búið að koma upp lítilli veðurstöð. Nú
vantar ekkert nema eina vefmyndavél þar nærri, til að styðja við
tölurnar.

Hún kemur.

Þangað til mætti benda lesendum á að skoða þetta.

Gráþröstur við Hvanneyri 31. október 2005.

Svartþröstur við Hvanneyri 20. mars 2007.

Hettusöngvari, kvenfugl, við Hvanneyri 16. október 2007.

Eplum er gjarnan kastað í þetta lerkitré við Hvanneyri, til að sem flestir geti nýtt sér bitana sem af hljótast.

Þessi hettusöngvari klifraði eins og músarrindill upp börkinn 21. desember síðastliðinn

og fór létt með það, og tíndi svo í gogginn.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is