Þvottur og næring í morgunsárið


Það eru ekki bara fólksbílarnir sem þurfa reglulega á vatni og strokum að
halda, eigi þeir að duga vel og lengi. Nei, því er nákvæmlega eins farið með stórvirk vinnutækin, þótt einhverra hluta vegna sé sú hugsun dálítið fjarri okkur alla jafna. Af því kannski að oftast ber þau fyrir sjónir okkar í bullandi aksjón.

Fréttamaður greip myndavélina sína og hleypti af nokkrum skotum í átt að
manni sem var með slöngu í hönd á þvottaplaninu við bensínstöðina um
áttaleytið í morgun, einmitt í téðum erindagjörðunum.

Þetta var hann Sölvi Sölvason.

Og þar var vandað til verks, eins og hann er líka þekktur fyrir, drengurinn sá.

Þar er sannkallaður listamaður á ferð.

Það heyrist úr öllum áttum.

Eftir að grafan hafði svo fengið nauðsynlega hressingu við olíutankinn var greinilegt að hún var meira en til í allt.

Sem og stjórnandi hennar.

Sölvi með þvottakústinn í bítið í morgun.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is