Þvörusleikir verður á ferli í nótt


Þvörusleikir er fjórði jólasveinninn, og er hann afskaplega mjór. Hann hafði yndi
af því að sleikja þvörur og skaust í eldhúsið til að nappa þeim úr
pottunum þegar eldabuskan vék sér frá. Þvara var nokkurs konar stöng með
blaði sem notuð var til að hræra í pottum, líkt og sleifin sem við
þekkjum í dag.

Sá fjórði, Þvörusleikir,


var fjarskalega mjór.


Og ósköp varð hann glaður,


þegar eldabuskan fór.Þá þaut hann eins og elding


og þvöruna greip,


og hélt með báðum höndum,


því hún var stundum sleip.

(Jólasveinavísa / Jóhannes úr Kötlum)

Mynd og prósatexti: Birt með góðfúslegu leyfi Mjólkursamsölunnar.

Vísur: Jóhannes úr Kötlum, úr bókinni Jólin koma (1932). Þær eru líka á http://johannes.is/jolasveinarnir/.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is