Þvörusleikir væntanlegur


Þvörusleikir er fjórði jólasveinninn, og er hann afskaplega mjór. Hann hafði yndi af því að sleikja þvörur og skaust í eldhúsið til að nappa þeim úr pottunum þegar eldabuskan vék sér frá. Þvara var nokkurs konar stöng með blaði sem notuð var til að hræra í pottum, líkt og sleifin sem við þekkjum í dag.

Sá fjórði, Þvörusleikir,
var fjarskalega mjór.
Og ósköp varð hann glaður,
þegar eldabuskan fór.

Þá þaut hann eins og elding
og þvöruna greip,
og hélt með báðum höndum,
því hún var stundum sleip.

(Jólasveinavísa / Jóhannes úr Kötlum)

Mynd og prósatexti: Birt með góðfúslegu leyfi Mjólkursamsölunnar. Sjá nánar á http://www.jolamjolk.is/.
Vísur: Jóhannes úr Kötlum, úr bókinni Jólin koma (1932). Þær eru líka á http://johannes.is/jolasveinarnir/.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is