Þungfært og stórhríð í Fljótum


Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja en þungfært og stórhríð í Fljótum, á Tjörnesi, á Hálsum og í Hófaskarði. Éljagangur eða snjókoma mjög víða. Þetta kemur fram í orðsendingu sem var að berast frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar.

Spáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er svofelld: Norðaustan 13-20 og snjókoma á annesjum, hvassast á Ströndum, en mun hægari suðvestan átt og úrkomuminna inn til landsins. Norðan 8-15 og snjókoma í fyrramálið, en 5-13 og él síðdegis, hvassast á annesjum. Dregur úr vindi og éljum annað kvöld. Frost 0 til 7 stig. Og fyrir Norðurland eystra: Suðvestan 5-10 og þurrt að mestu, en snýst norðaustan 10-15 með snjókomu í nótt og í fyrramálið, fyrst norðantil. Norðvestan 5-10 og él síðdegis á morgun. Kólnandi veður, frost 5 til 10 stig seint á morgun.

Mynd: Skjáskot af heimasíðu Vegagerðarinnar.
Texti: Umferðarþjónusta Vegagerðarinar / Veðurstofa Íslands / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is