Þungfært milli Ketiláss og Siglufjarðar


Vetrarfærð er í flestum landshlutum en autt frá Öræfasveit og austur á Reyðarfjörð. Á Norðurlandi vestra er snjóþekja á vegum og víða snjókoma og skafrenningur. Stórhríð er í Hrútafirði og á Sauðárkróksbraut en snjókoma á Vatnsskarði. Þæfingsfærð er frá Hofsós í Ketilás og þungfært milli Ketiláss og Siglufjarðar. Þetta kemur fram í orðsendingu sem var að berast frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar.

Á Norðuausturlandi er hálka eða snjóþekja og snjókoma í Eyjafirði og við norðausturströndina en hálka eða hálkublettir í kringum Mývatn. Þæfingsfærð er á vegum í nágrenni Húsavíkur, þungfært á Tjörnesi og ófært á Hófaskarði en unnið er að hreinsun á þessum leiðum.

Svona lítur þetta út núna.


Mynd: Skjáskot af vef Vegagerðarinnar.

Texti: Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar / Sigurður Ægisson | [email protected].

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]