Þrjú börn skírð


Í gær, 2. ágúst kl. 16.00, voru þrjú börn skírð í Barðskirkju í Fljótum. Þetta voru annars vegar Þóra og hins vegar tvíburarnir Guðmundur og Brynjúlfur.

Þóra fæddist 22. maí síðastliðinn á Akranesi. Foreldrar hennar eru Brynhildur Svava Ólafsdóttir og Egill Gautason. Skírnarvottar voru Guðrún Hulda Ólafsdóttir og Broddi Gautason.

Guðmundur og Brynjólfur fæddust 19. febrúar síðastliðinn á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi í Reykjavík. Systir þeirra er Ása, 7 ára gömul. Foreldrar þeirra eru Svava Sigurðardóttir og Árni Ólafsson. Skírnarvottar voru Svanhildur Ólöf Sigurðardóttir, Guðmundur Óli Sigurðsson og Ása Árnadóttir.

Siglfirðingur.is óskar fjölskyldunum innilega til hamingju.

thora_egilsdottir

gudmundur_og_brynjolfur_arnasynir

F0rsíðumynd: Fengin af Netinu.
Aðrar myndir og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]