Þrjár bækur Ragnars til Frakklands


Þrjár bækur í Siglufjarðarsyrpu Ragnars Jónassonar hafa verið seldar til forlags á vegum franska útgáfurisans La Martinère. Um er að ræða Snjóblindu, fyrstu bókina í syrpunni sem farið hefur á topp metsölulista í Bretlandi og Ástralíu, Náttblindu, sem væntanleg er í breskri úgáfu fyrir jólin, sem og einn titil í viðbót úr sömu syrpu. Undir La Martinère útgáfuna heyra átta bókaforlög, sem meðal annars hafa á sínum snærum höfunda á borð við Ólaf Jóhann Ólafsson, Henning Mankell og John Le Carré, auk Nóbelsverðlaunahafanna Günter Grass, Mo Yan, Jose Saramago, Gabriel Garcia Marquez og J. M. Coetzee.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]