Þriðji grjótkrabbinn


Eins og greint var frá hér 8. þessa mánaðar náðist grjótkrabbi við Óskarsbryggju/Öldubrjótinn og var talið að hann væri númer tvö í röð þeirra sem komið hafa á land í Siglufirði. Þegar veiðigarparnir fóru að skoða myndir í síma eins þeirra kom í ljós, að einn grjótkrabbi til hafði náðst í millitíðinni, að áliti Halldórs Pálmars Halldórssonar, líffræðings og forstöðumanns Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum. Þetta var 17. júlí síðastliðinn. Sá var minnstur þeirra, ekki nema um 2 cm á breidd yfir skjöldinn.

Sennilega er umrædd tegund því ekkert á förum héðan.

Mynd: Tryggvi Þorvaldsson.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is