Þrettándagleði


Árleg þrettándagleði í Fjallabyggð var í dag kl. 18.00. Dagskráin hófst með fjölmennri blysför frá Ráðhússtorginu á Siglufirði inn að bálkesti á Vesturtanga, sem lögregla og slökkviliðsbíll leiddu ásamt jólasveinafjöld og álfakyni. Í lok brennu var flugeldasýning. Að þessu loknu var diskó í Allanum fyrir börnin. Það var Kiwanisklúbburinn Skjöldur í samvinnu við 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar sem skipulagði viðburðinn.

Mynd: Ingvar Erlingsson.
Texti: Fjallabyggd.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is