Þrettándagleði Kiwanisklúbbsins Skjaldar frestað um óákveðinn tíma


Það hefur gengið á með dimmum éljum í Siglufirði í morgun, þennan síðasta dag jóla, og úti er 10 stiga frost. Og ekki er spáin góð fyrir þennan landshluta: Norðaustan 10-18 og él. N 18-25 í kvöld og snjókoma. N 15-20 síðdegis á morgun. Frost 5 til 14 stig, minnst við ströndina.

Búið er að fresta Þrettándagleði Kiwanisklúbbsins Skjaldar um óákveðinn tíma, en hún átti að vera seinnipartinn í dag. Reynt verður að kveikja í við fyrsta tækifæri.

Það sama á við um opnun á flugeldasölu Björgunarsveitarinnar. Opið verður hjá Strákum sama dag og Þrettándagleðin verður haldin.

Hvort tveggja verður nánar auglýst síðar.

En hér eru þrjár myndir teknar um kl. 09.00.

Svona var umhorfs í miðbænum í bítið.

Það næddi um jólatréð á Ráðhústorginu eins og annað í firðinum.

Horft upp Aðalgötuna.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is