Þorvaldur sló í gegn


Grafarvogskirkja var þéttskipuð í kvöld á sjötíu ára afmælistónleikum Þorvaldar Halldórssonar frá Siglufirði. Áhorfendur skiptu mörgum hundruðum. Þorvaldur flutti flest sín þekktustu lög frá árunum með Hljómsveit Ingimars Eydal, meðal annars Á sjó, Hún er svo sæt og lagið um hundinn, en einnig mörg önnur lög „um lífið og tilveruna“, eins og hann orðaði það sjálfur. Meðal gestasöngvara voru Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson, sonur stórsöngvarans. Óhætt er að segja að gestir hafi notið hverrar mínútu á þessum tveggja tíma tónleikum, enda hefur Þorvaldur sjaldan eða aldrei verið betri.

Sjá líka hér.

Mynd og texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is