Þórarinn Hannesson bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2013


?Menningarnefnd Fjallabyggðar hefur tilnefnt Þórarin Hannesson bæjarlistamann Fjallabyggðar 2013. Þórarinn Hannesson hefur komið mikið að lista- og menningarlífi í Fjallabyggð á undanförnum árum. Hann opnaði Ljóðasetur Íslands árið 2011, hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur, séð árlega um framkvæmd og skipulag Ljóðahátíðar, gefið út geisladiska með frumsömdu efni og hefti um siglfirskar gamansögur svo fátt eitt sé talið.? Héðinsfjörður.is greinir frá.

Siglfirðingur.is óskar Þórarni innilega til hamingju með tilnefninguna. Hann er sannarlega vel að henni kominn.

Þórarinn Hannesson með bækur sínar, Gamansögur frá Siglufirði, 1-4.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.


Texti: Héðinsfjörður.is (Magnús Rúnar Magnússon) / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is