Þór gerir samning við Jakob Snæ


Knattspyrnudeild Þórs hefur gert samning við Siglfirðinginn unga, Jakob Snæ Árnason, sem verið hefur í herbúðum Þórs í tæp tvö ár. Hann er fæddur 1997 og er því á öðru ári í 2. flokki, en hann kom til Þórs frá KF vorið 2013 og hefur verið að spila með 3. og 2. flokki. Þetta má lesa á heimasíðu félagsins.

Mynd: Skjáskot af heimasíðu Þórs.
Texti: Thorsport.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is