Þokan læðist inn Siglufjörð


Eins og komið hefur fram í skrifum hér undanfarið hefur verið einmuna blíða í
Siglufirði, sérstaklega þó í gær og í morgun – glampandi sól með tilheyrandi hita. En upp úr
hádegi tók þokan að læðast inn, sumum til gleði en flestum sennilega til
ama.

Hinir síðarnefndu geta þó farið að brosa á ný, því skodduskömmin er farin og veðurspáin
framundan hin ágætasta; reyndar á að vera skýjað, en að mestu þurrt.

Svo er bara að vona að hún rætist. Eða verði enn betri.

Upp úr hádegi tók þokan að skríða inn fjörðinn.

Mynd og texti:
Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is