Þjófar og ribbaldar á ferð


Feykir.is sagði frá því á dögunum að undanfarnar vikur hefði borið nokkuð á innbrotum og þvíumlíku í Skagafirði og því rétt fyrir okkur sem ekki fjarri búum að hafa varann á.

Orðrétt var fréttin svona:

Varað við þjófum í Skagafirði


Undanfarnar vikur hafa komið upp nokkur mál í Skagafirði sem varða innbrot, þjófnaði og skemmdarverk sem fram til þessa hafa verið fremur fátíð í þessu góða og friðsama samfélagi. Lögreglu grunar að munir þeir sem stolið hefur verið séu notaðir sem gjaldmiðill í vafasömum viðskiptum.

Af þessu tilefni vill Lögreglan á Sauðárkróki brýna það fyrir íbúum sveitarfélagsins að huga vel að því að skilja ekki eftir verðmæti á áberandi stöðum, s.s. í ökutækjum sínum þegar þau eru yfirgefin og umfram allt að læsa hýbýlum sínum, geymslum og hurðum ökutækja þegar þau eru yfirgefin. Einnig að yfirgefa ekki veski og önnur verðmæti án eftirlits.

Þá vill lögreglan hvetja íbúanna til að halda uppi eftirliti með sínu nánasta umhverfi og hika ekki við að tilkynna lögreglu um grunsamlegar mannaferðir. Með samhentu eftirliti sköpum við öruggara samfélag, segir á vef Lögreglunnar á Sauðárkróki.

 

Þjófar og ribbaldar hafa verið á ferð í Skagafirði að undanförnu.

Mynd: Fengin af Netinu.

Inngangstexti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is
Meginmál: Feykir.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is