Þjóðlagasetrið hlaut viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu


Í gær, 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu 2012, þegar Hannes Pétursson, ljóðskáld hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar við hátíðlega athöfn í sal Grunnskóla Álftaness, var Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar hér á Siglufirði veitt sérstök viðurkenning fyrir stuðning við íslenska tungu.

Þetta má lesa á heimasíðu Rithöfundasambands Íslands.

Siglfirðingur.is óskar forsvarsmönnum safnsins innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is