Þjóðlagahátíðin 2010 fær milljón


Mennta- og
menningarmálaráðuneytið úthlutaði í dag styrkjum úr tónlistarsjóði fyrir
síðari helming þessa árs, að tillögu tónlistarráðs. Alls bárust 82
umsóknir frá 76 aðilum. Heildarfjárhæð umsókna
nam rúmlega 38 milljónum króna en veittir voru styrkir til 50 verkefna upp á
tæpar níu milljónir króna.

Hæsta styrkinn, eina milljón, hlaut Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 2010. Tónlistarhátíðin við Djúpið kom næst með 500 þúsund krónur og þar á eftir
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins með 400 þúsund.

Þetta hlýtur að vera gleðiefni Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar, en það hefur í 11 ár staðið fyrir Þjóðlagahátíð á Siglufirði.

Þjóðlagasetrið, í Maðdömuhúsi, sem er eitt elsta hús Siglufjarðar, byggt árið 1884.


Þar í grennd, að austan- og sunnanverðu, má líta þetta skilti.


Myndir og texti:
Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is