„Þetta var bara ágætis túr“
Þetta var bara ágætis túr,“ segir Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf., í samtali við 200 mílur, en togari félagins Sólberg ÓF1 er nú að landa 1.100 tonnum á Siglufirði að verðmæti um 470 milljónum króna og var veitt í um mánuð, að sögn framkvæmdastjórans. „Þetta var mest þorskur,“ bætir hann við.
Sólberg kom við á Akureyri í gær til þess að taka svartolíu og er það í síðasta sinn sem það mun vera gert, en skipið verður til frambúðar knúið með flotaolíu enda verður óheimilt að að brenna svartolíu frá og með áramótum samkvæmt lögum sem taka gildi 1. janúar á næsta ári.
Þetta gaf að lesa á Mbl.is í dag.
Mynd (úr safni): Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.