„Þetta var bara ágæt­is túr“

Þetta var bara ágæt­is túr,“ seg­ir Ólaf­ur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Ramma hf., í sam­tali við 200 míl­ur, en tog­ari fé­lagins Sól­berg ÓF1 er nú að landa 1.100 tonn­um á Sigluf­irði að verðmæti um 470 millj­ón­um króna og var veitt í um mánuð, að sögn fram­kvæmda­stjór­ans. „Þetta var mest þorsk­ur,“ bæt­ir hann við.

Sól­berg kom við á Ak­ur­eyri í gær til þess að taka svartol­íu og er það í síðasta sinn sem það mun vera gert, en skipið verður til fram­búðar knúið með flota­ol­íu enda verður óheim­ilt að að brenna svartol­íu frá og með ára­mót­um sam­kvæmt lög­um sem taka gildi 1. janú­ar á næsta ári.

Þetta gaf að lesa á Mbl.is í dag.

Mynd (úr safni): Sigurður Ægisson | [email protected]
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | [email protected]