Theódór bestur


?Theódór Júlíusson var valinn besti karlleikarinn á kvikmyndahátíð í Kasakstan í gær fyrir frammistöðu sína í Eldfjalli Rúnars Rúnarssonar. Theódór leikur aðalhlutverkið í myndinni, sem hefur hlotið mikið lof að undanförnu. Myndin verður framlag Íslands í forvali til Óskarsverðlauna, en hún fer í almennar sýningar hér á landi hinn 30. september,? segir á baksíðu Fréttablaðsins í dag.

Sjá líka umfjöllun um myndina hér fyrr á þessu ári, nánar tiltekið 13. maí.

Siglfirðingur.is óskar kappanum innilega til hamingju. Hann er vel að sigrinum kominn.

Theódór Júlíusson sem Hannes í myndinni Eldfjall.

Úr Fréttablaðinu í dag.

Mynd úr Eldfjalli: Fengin af Netinu.

Mynd úr Fréttablaðinu: Fengin úr PDF-útgáfu blaðsins.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is