Thelma Dögg fermd í gær


Í gær var Thelma Dögg Þorsteinsdóttir fermd í Siglufjarðarkirkju. Foreldrar hennar eru Halldóra María Elíasdóttir og Þorsteinn Sævar Stefánsson.

Ritningargreinin sem Thelma valdi sér er úr Fyrra Pétursbréfi: „Kristur leið einnig fyrir yður og lét yður eftir fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor.“ Systur hennar tvær og móðir völdu sér þessa ritningargrein líka á sínum tíma.

Við athöfnina léku systir hennar, Sara Lind, og afi, Elías Þorvaldsson, fjórhent á píanó.

Siglfirðingur.is óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með gærdaginn.

Næsta fermingarathöfn verður laugardaginn 14. maí. Fermingarbörn þá verða 8 talsins.

thelma_dogg_thorsteinsdottir_01

Að lokinni fermingarathöfninni í gær.

Myndir: Elías Þorvaldsson.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is