Þakkarbréf frá Önnu Marie


Kæru vinir og ættingjar nær og fjær.

Hjartans þakkir fyrir komuna þegar ég hélt upp á 60 ára afmæli mitt og fyrir að gera þessi tímamót ógleymanleg. Ég er hrærð yfir hugulseminni og þakklát ykkur fyrir að hafa lagt söfnuninni á töfrateppinu lið. Það er stórkostlegt þegar allir leggjast á eitt, því þá sést að við erum stór og öflug liðsheild. Við getum verið stolt því það hafa nú þegar safnast kr. 907.000.

Næsta skref er að  stofna félag um töfrateppið og fá kennitölu. Við höldum söfnuninni ótrauð áfram og treystum því að aðrir taki við keflinu. Betur má ef duga skal. Ég skora á einstaklinga og árganga sem eiga stórafmæli, svo og fyrirtæki, að halda söfnuninni áfram.

Ég vil jafnframt minna á reikninginn: 0347-13-110129, kt.230257-5159.

Bestu kveðjur,

Anna Marie Jónsdóttir

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is