Það styttist í Pottaskefil


Pottaskefill eða Pottasleikir er fimmti jólasveinninn. Hann skóf eða sleikti skófirnar úr pottunum. Í gömlum heimildum má jafnframt finna nöfn á borð við Skefil og Skófnasleiki. Af öðrum pottasveinum sem fólk trúði á fyrr á öldum má nefna Syrjusleiki, en syrja er botnfallið sem myndast í pottum við suðu, til dæmis á slátri.

Sá fimmti, Pottaskefill,
var skrítið kuldastrá.
– Þegar börnin fengu skófir
hann barði dyrnar á.

Þau ruku upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti’ ann sér að pottinum
og fékk sér góðan verð.

(Jólasveinavísa / Jóhannes úr Kötlum)

Mynd og prósatexti: Birt með góðfúslegu leyfi Mjólkursamsölunnar. Sjá nánar á http://www.jolamjolk.is/.
Vísur: Jóhannes úr Kötlum, úr bókinni Jólin koma (1932). Þær eru líka á http://johannes.is/jolasveinarnir/.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is