Það styttist í kossa og faðmlög þeirrar gulu


Upp úr hádegi í gær blasti við handan fjarðarins þægileg og kærkomin sýn, eftir
tveggja mánaða rökkur. Þetta voru geislar sólarinnar, baðandi hvíta
tindana í ljóma sínum. Jafnframt voru Siglfirðingar minntir á, að nú er
ekki langt í að bærinn verði þannig allur faðmaður og kysstur.

Það
verður notalegt. 

Í dag er hins vegar alskýjað og fremur þungbúið og lítið að sjá, en
milt.

Svona leit þetta út kl. 14.30 í gær.

Og víst að margur bæjarbúinn er farinn að telja niður.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is