Þá og nú


?Tíminn líður hratt á gervihnattaöld,? sungu íslensku Júróvisjónfararnir í eina tíð. Og víst er að hann þýtur áfram. Það sést kannski best ef gamlar ljósmyndir eru dregnar fram. Ein slík barst vefmiðlinum í gær og sýnir Roaldsbrakka árið 1982.

Í minningunni virðist þetta ekki langt síðan.

Þegar hún er skoðuð lýstur þeirri hugsun niður, að það sé ekkert undarlegt að Örlygur Kristfinnsson og annað burðarfólk Síldarminjasafnsins hafi verið talið eitthvað gaga þegar sú ákvörðun var tekin að gera húsið upp.

En hver skyldi kannast við það núna að hafa verið með slíkar ásakanir?

Ekki eru heldur finnst manni nema örfá ár síðan bryggjan þar austan við reis úr sæ, en raunar eru þau orðin 7.

Og eitthvað svipað er með Gránu.

Já, tíminn líður hratt.

Roaldsbrakki 1982.

Litli drengurinn er Ragnar Jónasson. Hann er núna 34 ára lögfræðingur

og ætlar að lesa upp úr nýrri spennusögu sinni föstudaginn 30. júlí í Þjóðlagasetrinu.


Roaldsbrakki 2010.

Vegna fokskemmda sem urðu í ofsaveðri þurfti að bæta þakið eins og sést.

Það verður málað innan skamms, nánar tiltekið í ágúst.


Örlygur Kristfinnsson málar SR á Gránu 20. júlí 2003.


Hér er nærmynd af listamanninum og frumkvöðlinum.


Bryggja verður til. Myndin er tekin 18. ágúst 2003.

Mynd af Roaldsbrakka 1982: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is

Aðrar myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is