Tagged Vegagerðin

640 bílar á sólarhring?

Umferðin um Héðinsfjarðargöng, það sem af er ári, er 5,4% meiri miðað við sama tímabil á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Friðleifi Inga Brynjarssyni verkefnastjóra hjá Vegagerðinni á Akureyri. Nú stefnir meðalumferð um göngin (ÁDU) í 640 bíla á sólarhring. Gangi það eftir hefur umferðin vaxið um tæp 17% frá árinu 2011. Umferðin um nýliðna…

Lokun vega um helgina

Nokkrir vegir í Skagafirði verða lokaðir tímabundið um helgina, 24.–25. júlí, með leyfi Vegagerðar og lögreglu, vegna þriðju umferðar í Íslandsmótinu í rallý. Föstudagur: • Þverárfjall kl. 18.15–18.55 og 19.15–19.55 • Sauðárkrókshöfn kl. 20.00–21.30 Laugardagur: • Mælifellsdalur kl. 9.20–12.00 • Vesturdalur kl. 11.40–13.25 • Nafir kl. 14.15–15.25   Bílaklúbbur Skagafjarðar Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Aðsendur.

Múlagöng

Vegna vinnu í Múlagöngum aðfaranætur mánudagsins 13. apríl til föstudagsins 17. apríl má reikna með umferðartöfum þar frá klukkan 21.00 til 06.00 að morgni. Þetta má lesa á heimasíðu Vegagerðarinnar. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Flughálka í kortunum

Á Norðvesturlandi er flughált frá Blönduósi og inn Langadal. Þæfingur og skafrenningur er á Þverárfjalli. Öxnadalsheiði er lokuð annars er hálka á vel flestum leiðum. Á Norðausturlandi er ófært á Víkurskarði og þungfært í Ljósavatnsskarði en mokstur stendur yfir. Þungfært er á Hólasandi, þæfingur er á Mývatnsöræfum og á milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Þetta segir…

Siglufjarðarvegur

Á heimasíðu Vegagerðarinnar er í dag vakin athygli á því, að óvenju mikið jarðsig sé á Siglufjarðarvegi og eru vegfarendur því beðnir að gæta ýtrustu varúðar. Mynd: Skjáskot af heimasíðu Vegagerðarinnar í dag. Texti: Vegagerðin / Sigurður Ægisson | [email protected]

Ólafsfjarðarvegur hefur lokast 88 sinnum á 10 árum

„Ólafsfjarðarvegur er fjölfarinn og snjóflóð úr Ólafsfjarðarmúla skapa þar jafnan mikla hættu. Á tíu ára tímabili hefur vegurinn lokast 88 sinnum vegna snjóflóða. Mun fleiri flóð hafa þó fallið þar án þess að loka veginum. Vegagerðin undirbýr nú kaup á sjálfvirkum búnaði til að að mæla snjódýpt og ástand snjóalaga við veginn um Ólafsfjarðarmúla en…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]