Tagged Vegagerðin

Unglingastarfið í miklum blóma

Í Fjallabyggð hafa orðið miklar breytingar á fræðslu-, íþrótta- og tómstundamálum eftir opnun Héðinsfjarðarganganna 2. október árið 2010, en sem kunnugt er varð það sveitarfélag til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar. Grunn,- leik- og tónskólar voru sameinaðir, sem og nokkur íþróttafélög, og einnig var opnaður nýr menntaskóli á Ólafsfirði haustið 2010, MTR,…

Siglufjarðarpistill

Morgunblaðið birtir reglulega pistla fréttaritara sinna, í þætti sem nefnist Úr bæjarlífinu. Er þar reynt að bregða upp myndum úr heimabyggð og því sem fólk úti um land hefur verið og er að fást við hverju sinni. Þetta á að vera stutt og hnitmiðað og hefur undirritaður reynt að byrja hverju sinni þar sem frá…

Stefnir í metumferð um göngin

Í nýliðnum mánuði jókst umferð um Héðinsfjarðargöng um 4% miðað við sama mánuð í fyrra, að því er fram kemur í upplýsingum frá Friðleifi I. Brynjarssyni hjá umferðardeild Vegagerðarinnar á Akureyri. Hefur umferðin því aukist um tæp 12% frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. Stefnir í metumferð um Héðinsfjarðargöngin nú í ár…

Hreinsað frá Álfkonusteini

Í ágústmánuði í fyrra, eftir rigningarnar miklu í Siglufirði, var í ógáti mokað að stórum hluta yfir Álfkonustein sem þar er að finna neðarlega í Selgili á Hvanneyrarströndinni. Þetta gerðist þegar starfsmenn verktakafyrirtækisins Báss hf. voru að hreinsa gríðarlegar aurskriður sem lent höfðu á veginum og talið er að hafi verið 10-12.000 rúmmetrar að umfangi…

Mokað yfir Álfkonustein

Í Selgili á Hvanneyrarströnd er afar merkilegur steinn, í rituðum heimildum kallaður Álfkonusteinn. Hafa varðveist a.m.k. þrjár sögur honum tengdar, ein frá 19. öld og tvær frá 20. öld. Hér er því um menningarverðmæti að ræða. Athygli ritstjóra þessarar vefsíðu var vakin á því í enduðum júnímánuði síðastliðnum að búið væri að færa steininn nánast…

Jarðgöng á Tröllaskaga

Eftirfarandi grein Kristjáns L. Möller kom 9. júní á prenti í Bændablaðinu sem svar við ýmsum rangfærslum sem birtust þar um Siglufjarðargangatillögu hans frá því í apríl síðastliðnum. Grein Kristjáns er á bls. 60. Orðrétt segir hann:   Jarðgöng á Tröllaskaga Bændablaðið leiðrétt Í 9. tölublaði Bændablaðsins sem út kom fimmtudaginn 12. maí s.l. var…

Skipt um rafmagnskapla

Í dag, 20. apríl, mun standa yfir vinna við að skipta um skemmda rafmagnskapla í munna Héðinsfjarðarganga í Skútudal. Að sögn Páls Kristjánssonar, verkstjóra hjá Vegagerðinni á Akureyri, má búast við skertri lýsingu meðan á vinnu stendur. Myndin hér fyrir ofan var tekin skömmu fyrir hádegi. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

237.188 ökutæki fóru um göngin

Að því er fram kemur í upplýsingum frá Friðleifi I. Brynjarssyni hjá umferðardeild Vegagerðarinnar jókst umferð um Héðinsfjarðargöng  um 6,7% á nýliðnu ári borið saman við árið á undan. Meðalumferð á dag, árið 2015, reyndist vera 650 ökutæki á sólarhring en var 609 ökutæki á sólarhring árið 2014. Samtals fóru um 237.188 ökutæki um göngin,…

Umferðartafir í Strákagöngum

Vegna vinnu við endurbætur á rafkerfi í Strákagöngum má búast við umferðartöfum þar á virkum dögum frá klukkan 08.00 til 18.00 til föstudagsins 29. janúar. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi og virða hraðatakmarkanir. Þetta má lesa á heimasíðu Vegagerðarinnar. Mynd: Sigurður Ægisson | [email protected] Texti: Vegagerdin.is / Sigurður Ægisson | [email protected]

235 þúsund ökutæki?

Umferð um Héðinsfjarðargöng hefur aukist um 6% það sem af er ári, miðað við sama tímabil á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Friðleifi Inga Brynjarssyni verkefnastjóra hjá Vegagerðinni á Akureyri. Meðalumferð um göngin (ÁDU) stefnir í 640 (ökutæki/dag) og heildarumferðin gæti farið í 235 þúsund ökutæki fyrir árið 2015. Umferð eykst alla vikudaga, mest mánudaga…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]