Tagged Tröllaskagi

Jarðgöng á Tröllaskaga

Eftirfarandi grein Kristjáns L. Möller kom 9. júní á prenti í Bændablaðinu sem svar við ýmsum rangfærslum sem birtust þar um Siglufjarðargangatillögu hans frá því í apríl síðastliðnum. Grein Kristjáns er á bls. 60. Orðrétt segir hann:   Jarðgöng á Tröllaskaga Bændablaðið leiðrétt Í 9. tölublaði Bændablaðsins sem út kom fimmtudaginn 12. maí s.l. var…

Mjög hvasst á Siglufjarðarvegi

Mjög hvasst er á Norðurlandi þessa stundina. Sérstaklega er varað við hviðum á Siglufjarðarvegi. Hringvegurinn er auður á láglendi en nokkur hálka er á útvegum. Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Þetta segir í orðsendingu sem var að berast frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Á morgun er búist við annarri lægð og öllu dýpri. Hún verður í…

Bálhvasst á Tröllaskaga

Nú er tekið að hvessa verulega í Siglufirði en búist er við stormi (meira en 20 m/s) um norðanvert landið í dag, einkum á Skaga og Tröllaskaga. Vegir á Norðvesturlandi eru yfirleitt vel færir þótt sumstaðar sé nokkur hálka, einkum á fjallvegum. Við Stafá eru 33 m/s þessa stundina. Ófært er frá Hofsósi í Siglufjörð….

Braut niður karlaveldið

Halla Haraldsdóttir, gler- og myndlistarkona, var ekki há í loftinu þegar hún tók ástfóstri við listagyðjuna og hefur ótrauð fylgt henni síðan, þótt oft hafi á móti blásið. Það var aldrei á döfinni að gefast upp. Það var ekki í boði. Listaverk eftir hana er nú að finna um allt land og allan heim, þar…

Soroptimistaklúbbur Tröllaskaga

Þann 17. október næstkomandi verður Soroptimistaklúbbur Tröllaskaga formlega stofnaður. Stofnfundurinn verður í Menntaskólanum á Tröllaskaga og hefst kl. 17.00 en hátíðarkvöldverður í Tjarnarborg kl. 19.00. Fjölbreytt dagskrá verður í Dalvíkurbyggð og í Fjallabyggð helgina 16.-18. október. Búist er við um 100 gestum frá landinu öllu auk erlendra sendifulltrúa og er stofnun klúbbsins á Tröllaskaga einn…

Fjöregg Fjallabyggðar er í hættu!

Ég er hvorki maður stórra né margra orða. En stundum má maður ekki þegja og nú er aðstæðum þannig háttað því fjöregg okkar í Fjallabyggð er í hættu; Menntaskólinn á Tröllaskaga. Unnið er að því í menntamálaráðuneytinu að setja minni framhaldsskóla á landsbyggðinni undir þá stærri og skiptir þá ekki máli hvernig þeir standa eða…

MTR ein af stofnunum ársins

Mennta­skól­inn á Trölla­skaga er ein af þremur stofn­unum árs­ins 2015 sam­kvæmt könn­un Stétt­ar­fé­lags í al­mannaþjón­ustu (SFR). Niður­stöður úr könn­un­inni voru kynnt­ar í Hörp­unni fyrr í kvöld. Mbl.is greinir frá þessu. Sjá nánar þar. Áhugavert viðtal var við Láru Stefánsdóttur, skólameistara, 29. apríl siðastliðinn á Bylgjunni. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Alþjóðlegt fjallaskíðamót

„Markmið mótsins er að efla útivist í náttúrulegu umhverfi svo og að vekja athygli á töfrum Tröllaskaga,“ segir í tilkynningu um alþjóðlega fjallaskíðamótið Super Troll Ski Race sem fram fer á Tröllaskaga í byrjun maí. Með mótinu er Skíðafélag Siglufjarðar, Skíðaborg, að endurtaka leikinn frá því í fyrra. Þátttakendur ýmist ganga á skíðum sínum eða…

40 metrar á sekúndu?

Enn ein lægðin er víst að nálgast. Og ekki er spáin beint góð fyrir aðfaranótt laugardags og fram eftir, því samkvæmt Belging á að slá í 40 metra á sekúndu á Tröllaskaganum undir morgun. Sjá nánar hér. Mynd: Skjáskot af Belging. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]