Tagged Tónskóli Fjallabyggðar

Almenn guðsþjónusta

Í dag er uppstigningardagur og jafnframt Dagur aldraðra í Íslensku þjóðkirkjunni. Almenn guðsþjónusta verður í Siglufjarðarkirkju af því tilefni kl. 14.00. Börn úr Tónskóla Fjallabyggðar leika forspil og eftirspil og Kirkjukór Siglufjarðar og Vorboðakórinn syngja. Kaffiveitingar verða í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Vortónleikar

Vortónleikar Tónskóla Fjallabyggðar verða í Tjarnarborg miðvikudaginn 20. maí næstkomandi, kl. 17.00 og 18.00. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd og texti: Aðsent.

Fögnum hækkandi sól

Fögnum hækkandi sól – styrkjum andann og gott málefni. Tónleikar verða í Tónlistarskólanum á Siglufirði annað kvöld, 10. febrúar, kl. 20.00. Kvæðamannafélagið Ríma heldur tónleikana til styrktar starfsemi kvæðamanna. Samtímis verða tónleikar kvæðamannafélags Iðunnar og Árgala í Reykjavík. Einkveðið – tvísöngvar – fimmundarsöngvar. Sinéad Onára Kennedy fiðluleikari flytur írsk þjóðlög. Aðgangseyrir kr. 1.000. Í tónleikahléi…

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2015

Fríða Björk Gylfadóttir er Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2015. Er hún vel að þeirri nafnbót komin. Við útnefninguna, sem fram fór við athöfn í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði kl. 18.00-19.00 í gær, var jafnframt notað tækifærið til að afhenda formlega menningar- og rekstrarstyrki til einstaklinga og félagasamtaka fyrir árið 2015. Nemendur úr Tónskóla Fjallabyggðar og fleiri sáu…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]