Tagged Tjarnarborg

Söngskemmtun

Karlakórinn í Fjallabyggð heldur söngskemmtun í Tjarnarborg annað kvöld, föstudaginn 20. maí, kl. 20.30. Á efnisskránni eru fjölbreytt og skemmtileg lög úr ýmsum áttum. Undirleik annast hljómsveit kórsins. Aðrir sem fram koma eru bræðurnir Björn Þór og Stefán Ólafssynir og Söngsystur. Stjórnandi er Elías Þorvaldsson. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Aðsendur.

Vortónleikar tónskólans

Vortónleikar Tónskóla Fjallabyggðar voru haldnir í Skálarhlíð fyrr í dag, kl. 14.30, og verða í Siglufjarðarkirkju kl. 17.00, og á morgun, 19. maí, á Hornbrekku kl. 14.30 og í Tjarnarborg, kl. 17.00. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd og texti: Aðsent.

Sameiginlegir tónleikar

Sameiginlegir tónleikar þriggja tónskóla verða haldnir í Tjarnarborg í Ólafsfirði á morgun, 11. maí, og hefjast þeir kl. 18.00. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd og texti: Aðsent.

Sýnishorn frá Vorhátíð

Vorhátíð 1.-7. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar var haldin í Tjarnarborg í Ólafsfirði 13. apríl síðastliðinn og eins og fyrri árin var hún öllum sem að henni stóðu til mikils sóma. Algjörlega frábær skemmtun. Hér má nálgast sýnishorn og líka hér. Sjá annars nánari upplýsingar og myndir á heimasíðu skólans. Myndir og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Nótan

Uppskeruhátíð Tónskóla Fjallabyggðar verður haldin í Tjarnarborg í Ólafsfirði á fimmtudaginn kemur, 3. mars, kl. 17.00. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd og texti: Aðsent.

Ást gegn hatri

Minnt er á fyrirlestur sem auglýstur var hér á síðunni 19. þessa mánaðar. Hann verður í Tjarnarborg í kvöld, hefst kl. 20.00 og er öllum opinn. Mynd: Fengin af Facebook-síðunni Ást gegn hatri. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Hæfileikakeppni grunnskólans

Hæfileikakeppni 1.-7. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar var haldin síðdegis í gær í Tjarnarborg í Ólafsfirði, í samstarfi við Tónskóla Fjallabyggðar. Fullt var út úr húsi. Þarna steig fjöldi hæfileikraríkra barna og ungmenna á svið og heillaði salinn með frábærri skemmtun – dansi, hljóðfæraleik og söng. Meðfylgjandi ljósmyndir tala sínu máli. Myndir og texti: Sigurður Ægisson |…

Jólatónleikar

Jólatónleikar Tónskóla Fjallabyggðar verða í Tjarnarborg í dag kl. 18.00 og í Siglufjarðarkirkju á morgun kl. 18.00. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd: Fengin af Netinu. Texti og auglýsing: Aðsent.

Soroptimistaklúbbur Tröllaskaga

Þann 17. október næstkomandi verður Soroptimistaklúbbur Tröllaskaga formlega stofnaður. Stofnfundurinn verður í Menntaskólanum á Tröllaskaga og hefst kl. 17.00 en hátíðarkvöldverður í Tjarnarborg kl. 19.00. Fjölbreytt dagskrá verður í Dalvíkurbyggð og í Fjallabyggð helgina 16.-18. október. Búist er við um 100 gestum frá landinu öllu auk erlendra sendifulltrúa og er stofnun klúbbsins á Tröllaskaga einn…

Vortónleikar

Vortónleikar Tónskóla Fjallabyggðar verða í Tjarnarborg miðvikudaginn 20. maí næstkomandi, kl. 17.00 og 18.00. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd og texti: Aðsent.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]