Tagged strandblak

Jónsmessumót Kjarnafæðis 2016

Fimmtudaginn 16. júní fer fram Jónsmessumót Kjarnafæðis í strandblaki á strandblaksvellinum við Rauðku á Siglufirði. Mótið er árlegt og undanfarin ár hefur þátttakan verið mjög góð. Keppt verður í bæði karla- og kvennaflokki og stefnt að því að hafa deildarskiptingu út frá fjölda liða. Lið (tveir saman) geta skráð sig til leiks en ef einstakling…

Fyrirtækjamót í strandblaki

Á næstu dögum fer fram fyrirtækjamót í strandblaki á Strandblaksvellinum við Rauðku. Fjölmörg fyrirtæki taka þátt í mótinu en mótið er liður í fjármögnun viðhalds vallarins. Sum fyrirtæki útnefna leikmenn til að spila fyrir sig á meðan það verður dregið úr blakspilurum hverjir spila fyrir önnur fyrirtæki. Í kvöld, mánudag, ætla skipuleggjendur og blakarar að…

Strandblak fyrir krakka

Skráning er hafin á krakkanámskeið í strandblaki. Kennt verður fimmtudaginn 16. júlí, þriðjudaginn 21. júlí, fimmtudaginn 23. júlí og mánudaginn 27. júlí. Alls fjórar æfingar í 75 mínútur í senn (fyrri hópur kl. 16.00-17.15 og seinni hópur kl. 17.15-18.30). Aldur: krakkar fæddir 2002-2007 (8-13 ára). Námskeiðsgjald: 5.000 krónur. Skráning á námskeiðið er hjá Önnu Maríu…

Stigamót í strandblaki

Nú um helgina fer fram Stigamót BLÍ í strandblaki á Siglufirði. Keppt verður í kvenna- og karladeildum en alls munu 10 lið taka þátt. Spilað er frá kl 17.00 til 21.00 á föstudeginum og frá 08.30-21.30 á laugardeginum. Mótið er hið fjórða í röðinni en síðasta mót var haldið á Þingeyri. Mótshaldarar hvetja fólk til…

Strandblaksmót á mánudaginn

Paramót í strandblaki mun fara fram mánudaginn 6. júlí næstkomandi á strandblaksvellinum á Siglufirði. Mótið er öllum opið en grunnreglurnar eru eftirfarandi: Pör þurfa að skrá sig til leiks (karl og kona eða kona og kona). Hver leikur er ein (1) hrina upp í 21 (vinna með einu). Mótafyrirkomulag ræðst af fjölda para sem skrá…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]