Tagged Steinunn María Sveinsdóttir

Skírn og hjónavígsla

Fyrr í dag var Brynja Guðmundsdóttir færð til skírnar í Siglufjarðarkirkju. Hún fæddist á Sjúkrahúsinu á Akureyri 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Katrín Drífa Sigurðardóttir og Guðmundur Gauti Sveinsson, að Hávegi 26 á Siglufirði. Brynja á tvö eldri systkin, Jóhann Gauta, á 8. ári, og Guðnýju, á 4. ári. Skírnarvottar eða guðfeðgin voru Björn…

Síldarstúlkurnar

„Öldin hennar“ eru örþættir á RÚV um stóra og stefnumarkandi atburði sem tengjast sögu íslenskra kvenna og baráttu þeirra fyrir samfélagslegu jafnrétti og varpa ljósi á kvennapólitík í sínum víðasta skilningi. Á sunnudaginn var, 25. október, voru síldarstúlkur til umfjöllunar, í 43. þætti af 52, og rætt við Steinunni Maríu Sveinsdóttur, fagstjóra á Síldarminjasafni Íslands,…

Steinunn María Sveinsdóttir þrítug

Steinunn María Sveinsdóttir, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar og fagstjóri Síldarminjasafns Íslands, er þrítug í dag og er af því tilefni í viðtali í Morgunblaðinu. Mynd: Björn Valdimarsson. Úrklippa: Úr Morgunblaðinu í dag. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Hvítir mávar

Steinunn María Sveinsdóttir, sagnfræðingur og formaður bæjarráðs Fjallabyggðar, er þessa dagana í spjalli við Gest Einar Jónasson í þættinum Hvítir mávar á N4. Sjá hér. Mynd: Skjáskot úr umræddum þætti. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Siglufjörður er tromp

„Nýja hótelið á Siglufirði er aðstandendum og yfirvöldum til sóma. Fellur alveg að mannvirkjum, sem fyrir eru í miðbænum. Lágreist eins og gömlu húsin, einfalt og látlaust eins og þau. Passar við skemmur og vinnslustöðvar. Allt önnur Ella en tilsvarandi hótel í Reykjavík, sem lýsa frati á umhverfi sitt. Siglufjörður er orðinn eitt mesta aðdráttarafl…

Steinunn María Sveinsdóttir: Aðventuhugleiðing

Aðventuhátíð í Siglufjarðarkirkju í gær var fjölsótt eins og jafnan áður; þar voru a.m.k. 200 manns. Á dagskánni var talað orð í bland við mikinn söng, þar sem m.a. mátti líta og heyra kvennakvartett, Karlakórinn í Fjallabyggð og Kirkjukór Siglufjarðar. Aðventuhugleiðingu að þessu sinni flutti Steinunn María Sveinsdóttir, sagnfræðingur, fædd árið 1985, en hún er fagstjóri…

Kirkjuskóli og aðventuhátíð

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið, kl. 11.15, á 2. sunnudegi í aðventu, og nú er það jólaföndrið sem verður á boðstólum í safnaðarheimilinu eftir að hefðbundinni samveru niðri í kirkju lýkur. Aðventuhátíð hefst svo kl. 17.00. Þar verður mikill söngur í bland við talað orð, og m.a. frumflutt nýtt, siglfirskt jólalag. Hugleiðinu…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is