Tagged Spurningakeppni átthagafélaganna

Undanúrslitin

Undanúrslitaviðureignin í Spurningakeppni átthagafélaganna, sem háð var í mars, er nú komin á Netið. Sjá hér. Mynd: Skjáskot úr téðu myndbandi. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Siglfirðingar-Norðfirðingar

Hina bráðskemmtilegu viðureign Siglfirðinga og Norðfirðinga í 8 liða úrslitum Spurningakeppni átthagafélaganna, sem fram fór 5. mars síðastliðinn, má nú skoða á Netinu. Sjá hér. Og hér. Mynd: Skjáskot úr téðu myndbandi. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

2. sætið

Lið Siglfirðingafélagsins tapaði með einu stigi fyrir Átthagafélagi Vestmannaeyinga í Reykjavík í úrslitum í Spurningakeppni átthagafélaganna í gærkvöldi, 17-16, og hafnaði í öðru sæti. Það er frábær árangur en keppnin var hörkuspennandi allan tímann og sigurinn hefði getað lent báðum megin. En annað sætið er okkar, og við erum að sjálfsögðu ánægð með það. Sérstaklega…

Munum við sigra aftur?

Árið 1965 sigruðu Siglfirðingar í  geysivinsælli spurningakeppni, „Kaupstaðirnir keppa“, sem háð var í útvarpinu. Birgir Ísleifur Gunnarsson og Guðni Þórðarson stjórnuðu þáttunum og Gunnar Eyjólfsson leikari var kynnir. Liðið skipuðu þeir Hlöðver Sigurðsson, skólastjóri, Pétur Gautur Kristjánsson, fulltrúi sýslumanns og Benedikt Sigurðsson, kennari. Lið Siglfirðinga sigraði Hafnfirðinga í lokaúrslitunum og fékk að launum ókeypis flugfar…

Við unnum!

Siglfirðingafélagið sigraði Norðfirðingafélagið 10 – 5 í áttaliðaúrslitum í gærkvöldi og keppir því í 4ja liða úrslitum í Spurningakeppni átthagafélaganna næstkomandi fimmtudag, 13. mars. Eftir spennandi keppni á áttaliðaúrslitum er ljóst að það verða eingöngu norðlensk lið og Vestmannaeyingar sem keppa í 4ja liða úrslitunum en það eru Siglfirðingar, Húnvetningar, Svarfdælir/Dalvíkingar og Vestmannaeyingar. Það verður…

Áttaliðaúrslitin

Lið Siglfirðingafélagsins mætir fyrnasterku liði Norðfirðinga í áttaliðaúrslitum á fimmtudaginn næsta, kl. 20.00. Í fyrra unnu Norðfirðingar viðureignina þannig að Siglfirðingar eiga harma að hefna. Keppt er í stórskemmtilegum sal Breiðfirðinga, Breiðfirðingabúð í Faxafeni 14 (efri hæð Bónus). Útsendingar frá spurningakeppninni á sjónvarpsstöðinni ÍNN hefjast mánudaginn 2. mars. Mynd og texti: Aðsent.

Góður sigur

Lið Siglfirðingafélagsins gjörsigraði Átthagafélag Héraðsmanna 13 – 3 í Spurningakeppni átthagafélaganna í gærkvöldi, fimmtudag. Keppnin er haldin í Breiðfirðingabúð og er sjónvarpsstöðin ÍNN á staðnum og tekur alla keppnina upp. Sýnt verður frá keppninni á næstu dögum en það er ekki bein útsending þannig að fólk verður að mæta á staðinn til að fá keppnina…

Siglfirðingar – Héraðsmenn

Síðari riðill Spurningakeppni átthagafélaganna fer fram næstkomandi fimmtudag, 26. febrúar, en þá keppir Siglfirðingafélagið við Átthagafélag Héraðsmanna. Samtals taka 19 átthagafélög þátt í Spurningakeppni átthagafélaganna í ár og sjónvarpsstöðin ÍNN sýnir frá keppninni. Keppnin hefst stundvíslega klukkan 20.00 í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14 (fyrir ofan Bónus). Úrslitin verða síðan næstu tvö fimmtudagskvöld þar á eftir. Þau…

Spurningakeppni átthagafélaganna

Spurningakeppni átthagafélaganna 2015 hefst 19. febrúar í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 í Reykjavík. Félögin sem keppa eru þessi: Átthagafélag Héraðsmanna Átthagafélag Strandamanna Átthagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík Barðstrendingafélagið Bolvíkingafélagið Breiðfirðingafélagið Dýrfirðingafélagið Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra Félag Djúpmanna Húnvetningafélagið Ísfirðingafélagið Norðfirðingafélagið Patreksfirðingafélagið Siglfirðingafélagið Skaftfellingafélagið Súgfirðingafélagið Svarfdælir og Dalvíkingar Vopnfirðingafélagið Á næstu dögum verður dregið á ÍNN um…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is