Tagged skíðasvæðið

Skíðasvæðið opið

Skíðasvæðið er opið í dag frá kl. 11.00 til 16.00. Þar er sunnan gola, tveggja stiga frost og heiðskírt. Færið er troðinn, þurr snjór. Sjá hér. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Forsala vetrarkorta hafin

Skíðasvæðið í Skarðsdal verður opnað laugardaginn 5. desember næstkomandi og í dag hófst forsala vetrarkorta, sem mun standa til sunnudagsins 6. desember. Sjá nánar hér. Mynd: Úr safni. Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Verður skíðasvæðinu lokað?

Ofanflóðasjóður hefur hafnað erindi Fjallabyggðar um aðkomu að færslu á hluta skíðasvæðisins í Siglufirði, sem til þessa hefur verið rekið á undanþágu vegna snjóflóðahættu. Ofanflóðasjóður telur sig ekki hafa lagaheimild til þessa. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs í dag. Aukinheldur segir þar orðrétt: „Bæjarráð harmar afgreiðslu stjórnar Ofanflóðasjóðs og ljóst er að skíðasvæði Fjallabyggðar…

Skíðasvæðið opnað í dag

Fyrsti opnunardagurinn á skíðasvæðinu í Skarðsdal þennan veturinn er í dag en opið verður frá kl. 11.00 til 16.00. Frábært veður og færi. Veðrið kl. 10.00 var austsuðaustan gola, frost 6 stig og léttskýjað. Færið er troðinn nýr snjór.  Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Texti: Aðsendur.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is