Tagged Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg

Þetta er mikið púl en alveg gríðarlega skemmtilegt

Magnús Eiríksson, 65 ára gamall, sem frá áramótunum 1973-1974 hefur búið á Siglufirði, tók 6. mars síðastliðinn þátt í Vasa-skíðagöngunni í Svíþjóð í 20. sinn og fékk að launum verðlaunapening fyrir það afrek sitt. Umrædd ganga er lengsta og fjölmennasta almenningsganga í heimi og er til minningar um frækilega skíðagöngu Gustavs Eriksson Vasa, síðar Svíakonungs,…

Skíðað frá toppi og niður að sjó

„Fjallaskíðun hefur verið að ryðja sér til rúms sem spennandi kostur í fjallamennsku Íslendinga. Á Siglufirði hefur skíðaíþróttin ávallt verið fyrirferðarmikil, en þar eru afbragðs aðstæður fyrir fjallaskíðafólk. Í fyrra var haldið sérstakt fjallaskíðamót á vegum Skíðafélags Siglufjarðar, Skíðaborgar, og verður leikurinn endurtekinn í ár.“ Þetta má lesa í Fréttatímanum í dag, á bls. 36….

Skíðaferð SSS til Austurríkis

Þann 8. janúar sl. héldu 12 skíðakrakkar frá SSS í 10 daga æfingaferð til Austurríkis ásamt þjálfara og foreldrum. Skíðað var á Wildkogel skíðasvæðinu við Neukirchen, skammt frá Salzburg. Hópurinn frá SSS taldi samtals 29 manns og vorum við þar í nær 100 manna hópi Íslendinga sem þar voru í sama tilgangi. Ferðin gekk í…

Lausfryst úrvalsrækja til sölu

Iðkendur Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborgar munu næstu daga ganga í hús og selja rækju til styrktar félaginu. Um er að ræða stóra úrvalsrækju sem er lausfryst og alveg sérstaklega bragðgóð. Hún kemur í 1 kg. pokum sem eru með rennilás þannig að auðvelt er að loka pokunum aftur. Verð á poka er 2.000 kr. Vinsamlegast takið…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]