Tagged Skarðsdalur

Sumardagar í Siglufirði

Á Youtube.com má nú skoða gullfallegt myndband frá sumrinu 2015, þar sem dróna var flogið yfir Siglufjörð. Eigandi þess er Tom Brechet. Hann er svissneskur tölvunarsérfræðingur og vinnur fyrir Hewlett-Packard í Sviss. Hann býr í þorpinu Pfyn í Thurgau skammt frá Bodenvatninu, á þýsku landamærunum. Hann er mikill áhugamaður um Ísland og hefur komið hingað…

Flygildi yfir Hafnarfjalli

Gestur Hansson, snjóaeftirlitsmaður Veðurstofu Íslands, tók þátt í áhugaverðu verkefni á dögunum, sem fólst í að flytja menn og tæknibúnað frá EFLU verkfræðistofu upp í Skarðsdal, þaðan sem vel tækjum búnu flygildi var skotið á loft í átt að Hafnarfjalli í því skyni að taka myndir af snjóalögunum þar í efra, til að komast að…

Siglufjarðargöng

„Þing­menn Norðaust­ur­kjör­dæm­is hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu þess efn­is að Alþingi feli inn­an­rík­is­ráðherra „að hefja vinnu við nauðsyn­leg­ar rann­sókn­ir og frum­hönn­un á jarð­göng­um milli Siglu­fjarðar og Fljóta.“ Ráðherra skili þing­inu skýrslu með niður­stöðum rann­sókna fyr­ir árs­lok 2018. „Með stór­auk­inni um­ferð um Siglu­fjörð með til­komu Héðins­fjarðarganga og sí­felldu jarðsigi á Siglu­fjarðar­vegi um Al­menn­inga og mjög tíðum aur-…

Frábært útivistarveður

Árlegir Vetrarleikar UÍF hófust í gær, föstudaginn 26. febrúar, og munu standa til 6. mars. Sjá nánar hér. Frábært veður hefur að undanförnu verið til útivistar hverskonar í Ólafsfirði og Siglufirði, bjart og notalegt, og það er eins þennan laugardaginn, enda margt fólk á stjái innfjarðar, ýmist gangandi eða skíðandi. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin skömmu…

Alþjóðlegi snjódagurinn

Alþjóðlegi snjódagurinn, Snjór um víða veröld, verður haldinn í fimmta sinn á sunnudaginn kemur, 17. janúar. Allir á skíði/bretti/þotur og fleira. Fjörið byrjar kl. 13.00 og stendur til kl. 16.00. Frítt í lyftur og skíðabúnaður fyrir öll börn, skíðakennsla, leikjabrautir og kakó og kökur. Kveðja, Egill Rögnvaldsson umsjónarmaður skíðasvæðis Veggspjald og texti: Aðsent. Mynd: Sigurður…

Opið í Skarðsdalnum

Skíðasvæðið í Skarðsdal er opið í dag frá kl. 15.00 til 19.00. Veðrið kl. 12.30 var norðan gola, 2 stiga frost og alskýjað. Færið er troðinn púðursnjór. Flott færi og veður. Veðurútlit næstu daga er mjög gott. Minni á sunnudaginn 18. janúar. Snjór um víða veröld hefst kl. 13.00 en sá dagur er helgaður börnum…

Skíðasvæðið opið í dag

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Skíðasvæðið í Siglufirði verður opið í dag frá kl. 14.00-19.00. Veðrið er austan gola, frost 5 stig og éljagangur. Færið er troðinn púðursnjór; það hefur snjóað u.þ.b. 25-30 cm í brekkurnar. Á árinu 2014 var opið í 84 daga og gestir 10.500 en á árinu 2013 var opið…

Skíðasvæðið opnað í dag

Fyrsti opnunardagurinn á skíðasvæðinu í Skarðsdal þennan veturinn er í dag en opið verður frá kl. 11.00 til 16.00. Frábært veður og færi. Veðrið kl. 10.00 var austsuðaustan gola, frost 6 stig og léttskýjað. Færið er troðinn nýr snjór.  Mynd: Sigurður Ægisson | [email protected] Texti: Aðsendur.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]