Tagged Skarðdalsskógur

Elrisöngvari og fleiri

Nú er kominn sá tími ársins að mikið fari að bera á hrakningsfuglum sem koma gjarnan til Íslands á haustin fyrir áhrif vinda sem bera þá af leið. Hingað til Siglufjarðar koma alltaf einhverjir og er skemmst að minnast gjóðursins um þetta leyti í hitteðfyrra, og býsvelgsins þar á undan, en sú tegund hafði einungis…

Utanvegarakstur og fleira

Í byrjun september voru birtar hér myndir úr Skarðdalsskógi og var fólk beðið um að ganga nú fallega um þessa einstöku náttúruperlu okkar, hún ætti það skilið. Undirritaður veit ekki til annars en að lesendur og aðrir hafi virt það. En litlu síðar fór einhver um svæðið þar fyrir neðan, þar sem nýi golfvöllurinn er…

Blágræni sveppurinn

Fyrsta ágúst síðastliðinn fundu Brynja Gísladóttir og Jón Andrjes Hinriksson merkilegan svepp í Skarðdalsskógi. Sá var blágrænn að lit og reyndist, þegar Kerstin Gillen sveppafræðingur var búin að rannsaka hann á Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri, hér vera um að ræða Stropharia aeruginosa. Sú tegund hefur aldrei áður fundist í Siglufirði og eina dæmið um hana…

Útimessa í Skarðdalsskógi

Á morgun, sunnudaginn 31. júlí, verður útimessa í gróinni tóft við Skógarhúsið í Skarðdalsskógi (ekki í Brúðkaupslundinum), við harmonikkuundirleik Sturlaugs Kristjánssonar. Best er að koma inn í skóginn að norðanverðu. Athöfnin hefst kl. 11.00. Anna Hulda Júlíusdóttir djáknakandídat flytur hugleiðingu. Systrafélag Siglufjarðarkirkju mun bjóða upp á kaffisopa og meðlæti eftir stundina. Mynd og texti: Sigurður…

Útimessa í fyrramálið

Á morgun, sunnudaginn 2. ágúst, verður útimessa við harmonikkuundirleik Sturlaugs Kristjánssonar í Brúðkaupslundinum í Skarðdalsskógi, dýrlegum stað sem er svo nefndur eftir að Guðrún Hafdís Ágústsdóttir og Jacob Høst gengu þar í hjónaband 20. júlí 2002. Lundurinn er neðarlega í skóginum og er farið þangað eftir stíg sem liggur framhjá Skarðdalskoti. Ef komið er inn…

Glókollur í Skarðdalsskógi

Glókollur, minnsti varpfugl á Íslandi og annars staðar í Evrópu, náðist í mistnet í Skarðdalsskógi í fyrradag, 19. júní, og um fót hans var sett álmerki frá Náttúrufræðistofnun Íslands, með þar til gerðu raðnúmeri. Þar með er komin sönnun þess að fuglinn er hér yfir sumartímann og líklega verpandi. Laugardaginn 12. mars  2011 var Kristinn…

Vilborg Rut jólatrjáaskreytir

Jólavöku RÚV var sjónvarpað í fyrradag. Þar var m.a. innslag frá Siglufirði, því hún Vilborg Rut Viðarsdóttir sýndi þar landsmönnum að það eru ekki bara húsin og nágrenni sem hægt er að nostra við utandyra fyrir jólin heldur má einnig gefa sér tíma í að punta og gleðja trén í skóginum. Siglfirski hlutinn byrjar rétt…

Myndir úr Skarðdalsskógi

Margir lögðu leið sína inn í Skarðdalsskóg í gær, í sannkallaða jólastemningu, þar sem boðið var upp á heitt að drekka og piparkökur og eitthvað fleira gott með, auk þess sem fólk gat keypt sér þar jólatré, uppvaxið í nyrsta skógi á Íslandi. Sigurður Hafliðason tók nokkrar myndir og sendi vefnum. Myndir: Sigurður Hafliðason. Texti:…

Jólatréssala í Skarðdalsskógi

Skógræktarfélag Siglufjarðar verður með jólatrésölu í Skarðdalsskógi á sunnudaginn kemur, 7. desember, frá kl. 13.oo til 15.00, ef veður leyfir. Jólastemmning í Skógarhúsinu. Áhugasöm eru beðin um að hafa samband við Kristrúnu (847-7750) eða Beggu (862-4377). Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]