Tagged Skálarhlíð

Tvenn bronsverðlaun

„Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri var haldið á Ísafirði um síðustu helgi. Góður hópur frá Skálarhlíð skellti sér vestur og keppti í boccia. Eitt lið náði á verðlaunapall og urðu þeir Jónas Björnsson, Sveinn Þorsteinson og Sigurður Benediksson í þriðja sæti af 40 liðum sem hófu keppni. Á mótinu var stígvélakast keppnisgrein og…

Vortónleikar tónskólans

Vortónleikar Tónskóla Fjallabyggðar voru haldnir í Skálarhlíð fyrr í dag, kl. 14.30, og verða í Siglufjarðarkirkju kl. 17.00, og á morgun, 19. maí, á Hornbrekku kl. 14.30 og í Tjarnarborg, kl. 17.00. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd og texti: Aðsent.

Nanna er 100 ára í dag

Hallfríður Nanna Franklínsdóttir, elsti Siglfirðingurinn, er 100 ára í dag, fædd 12. maí 1916 að Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu. Foreldrar hennar voru Franklín Þórðarson frá Stóra-Fjarðarhorni í Strandasýslu og Andrea Jónsdóttir frá Miðhúsum í Kollafirði. Þau eignuðust 13 börn og af þeim hafa 9 náð 90 ára aldri. Móðir þeirra, Andrea, sem bjó síðustu…

100 ára eftir 100 daga

Hallfríður Nanna Franklínsdóttir verður 100 ára eftir 100 daga. Þá verður blásið til mikillar gleði og óstaðfestar fréttir herma að afmælisbarnið ætli að dansa uppi á borðum. Nanna fæddist 12. maí 1916 að Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu. Foreldrar hennar voru Franklín Þórðarson og Andrea Jónsdóttir, sem bjó síðustu árin á Siglufirði og lést þar…

Jólatónleikar

Jólatónleikar Tónskóla Fjallabyggðar verða í Tjarnarborg í dag kl. 18.00 og í Siglufjarðarkirkju á morgun kl. 18.00. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd: Fengin af Netinu. Texti og auglýsing: Aðsent.

Anna Hulda Júlíusdóttir 90 ára

Anna Hulda Júlíusdóttir varð 90 ára 10. júní s.l. og hélt upp á það með veislu í Skálarhlíð í dag. Maður hennar var Baldvin Jóhannsson verkamaður og trésmiður, en hann lést í desember 2008, 87 ára. Þau eignuðust sex börn, Theodóru, f. 1945, Konráð, f. 1946, Júlíus, f. 1947, d. 1997, Sigurð Örn, f. 1948,…

Hrefnumótið 2015

Hrefnumótið í boccia var haldið síðasta laugardag í íþróttahúsinu á Siglufirði en mótið er árlegt og var nú haldið í sjötta sinn. Þar eigast við afkomendur Hrefnu Hermannsdóttur, en Hrefna var margfaldur bocciameistari, og félagar hennar í íþróttafélaginu Snerpu. Á eftir var boðið upp á súpu og konfekt á Skálarhlíð og þátttakendur fengu verðlaunapening. Heiðrún…

Söngskemmtun

Karlakór Fjallabyggðar heldur söngskemmtun í Bergi, Dalvík, fimmtudaginn 14. maí (uppstigningardag) kl. 20.30. Kórinn er skipaður rúmlega 20 söngmönnum frá Siglufirði, Ólafsfirði og Fljótum. Á söngskránni eru íslensk og erlend lög úr ýmsum áttum, hefðbundin karlakórslög og einnig létt og skemmtileg lög þar sem hljómsveit kórsins leikur með, ásamt nemendum úr Tónskóla Fjallabyggðar. Stjórnandi og…

Úr vísitasíu biskups

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið, hefst kl. 11.45 og stendur til kl. 12.45. Kl. 17.00-18.00 verður svo kertamessa, þar sem frú Agnes M. Sigurðardóttir mun prédika. Upphaflega stóð til að hafa gospelmessu, en sökum veikinda þurfti að fresta henni um óákveðinn tíma. Meðfylgjandi eru annars nokkrar myndir úr vísitasíunni í fyrradag.  …

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]