Tagged Skagafjörður

Níræður kór í norðurferð

Hinn 12. nóvember næstkomandi heldur Karlakór Reykjavíkur í tónleikaferð norður í Skagafjörð og á Siglufjörð. Kórinn syngur í Miðgarði í Skagafirði kl. 14.00, þar sem Karlakórinn Heimir slæst í hópinn og í Siglufjarðarkirkju kl. 20.00. Með í för eru sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Þá syngur kórfélaginn og Skagfirðingurinn, Árni Geir…

Hreinsað frá Álfkonusteini

Í ágústmánuði í fyrra, eftir rigningarnar miklu í Siglufirði, var í ógáti mokað að stórum hluta yfir Álfkonustein sem þar er að finna neðarlega í Selgili á Hvanneyrarströndinni. Þetta gerðist þegar starfsmenn verktakafyrirtækisins Báss hf. voru að hreinsa gríðarlegar aurskriður sem lent höfðu á veginum og talið er að hafi verið 10-12.000 rúmmetrar að umfangi…

Æðarbóndinn á Hraunum

Björk Pétursdóttir hefur undanfarin sumur tekið á móti gestum, innlendum sem erlendum, í vinnustofu sína á Hraunum í Fljótum í Skagafirði, sem er ysti bær í héraðinu að austanverðu, og kynnt þeim sögu æðarfuglsins, arðmesta fugls Íslendinga, ásamt því að bjóða til sölu ýmsan varning unninn frá grunni úr þeirri hreinu náttúruafurð, æðardúninum, sem tíndur…

Jarðgöng á Tröllaskaga

Eftirfarandi grein Kristjáns L. Möller kom 9. júní á prenti í Bændablaðinu sem svar við ýmsum rangfærslum sem birtust þar um Siglufjarðargangatillögu hans frá því í apríl síðastliðnum. Grein Kristjáns er á bls. 60. Orðrétt segir hann:   Jarðgöng á Tröllaskaga Bændablaðið leiðrétt Í 9. tölublaði Bændablaðsins sem út kom fimmtudaginn 12. maí s.l. var…

Þetta er mikið púl en alveg gríðarlega skemmtilegt

Magnús Eiríksson, 65 ára gamall, sem frá áramótunum 1973-1974 hefur búið á Siglufirði, tók 6. mars síðastliðinn þátt í Vasa-skíðagöngunni í Svíþjóð í 20. sinn og fékk að launum verðlaunapening fyrir það afrek sitt. Umrædd ganga er lengsta og fjölmennasta almenningsganga í heimi og er til minningar um frækilega skíðagöngu Gustavs Eriksson Vasa, síðar Svíakonungs,…

17,6 stig í Siglufirði í gærkvöldi

Ekki varð ofsaveðursins að neinu ráði vart í Siglufirði í gærkvöldi. Mesta hviðan sló þó í 45 m/sek, kl. 03.00 í nótt. Öllu hvassara var í Skagafirði. Mesta hviða á Stafá fór í 62 m/sek um miðnættið, sem var það mesta á landinu. Hitinn fór í 17,6 stig í Siglufirði í gærkvöldi og í 10 stig…

Þrjú börn skírð

Í gær, 2. ágúst kl. 16.00, voru þrjú börn skírð í Barðskirkju í Fljótum. Þetta voru annars vegar Þóra og hins vegar tvíburarnir Guðmundur og Brynjúlfur. Þóra fæddist 22. maí síðastliðinn á Akranesi. Foreldrar hennar eru Brynhildur Svava Ólafsdóttir og Egill Gautason. Skírnarvottar voru Guðrún Hulda Ólafsdóttir og Broddi Gautason. Guðmundur og Brynjólfur fæddust 19….

Lokun vega um helgina

Nokkrir vegir í Skagafirði verða lokaðir tímabundið um helgina, 24.–25. júlí, með leyfi Vegagerðar og lögreglu, vegna þriðju umferðar í Íslandsmótinu í rallý. Föstudagur: • Þverárfjall kl. 18.15–18.55 og 19.15–19.55 • Sauðárkrókshöfn kl. 20.00–21.30 Laugardagur: • Mælifellsdalur kl. 9.20–12.00 • Vesturdalur kl. 11.40–13.25 • Nafir kl. 14.15–15.25   Bílaklúbbur Skagafjarðar Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Aðsendur.

Heimsókn frá Löngumýri

Siglufjarðarkirkja fékk góða heimsókn í dag þegar hópur eldriborgara, sem um þessar mundir er í orlofsdvöl á Löngumýri í Skagafirði, leit þangað inn, ásamt með fylgdarliði. Hafði fólkið lagt þaðan upp í morgun og farið Tröllaskagahringinn, áð um stund á Dalvík og svo hér. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Veiddu regn­bogasil­ung í Fljótaá

„Um helg­ina veidd­ist 60 sm regn­bogasil­ung­ur í Bakka­hyl í Fljótaá í Skagaf­irði.  Formaður Stang­veiðifé­lags Sigl­f­irðinga, Gunn­laug­ur St. Guðleifs­son, veiddi fisk­inn en með hon­um í för var Eiður Hafþórs­son, stjórn­ar­maður í fé­lag­inu. Fisk­ur­inn hef­ur nú verið send­ur til grein­ing­ar hjá Veiðimála­stofn­un.“ Þetta segir á Mbl.is í dag. Sjá nánar þar. Mynd: Skjáskot úr frétt á Mbl.is….

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]