Tagged Síldarminjasafnið

Aðalfundur KGSÍ

Aðalfundur Kirkjugarðasambands Íslands (KGSÍ) var haldinn laugardaginn 28. maí síðastliðinn á Siglufirði og var þetta 21. aðalfundur KGSÍ, en þeir hafa verið haldnir árlega í öllum landshlutum. KGSÍ var stofnað í desember 1995 eftir nokkra undirbúningsvinnu, sem meðal annars fólst í því að kanna þörf á slíku sambandi hér á landi. Stjórn KGSÍ ályktaði að…

Eyfirski safnadagurinn

Eyfirski safnadagurinn er á morgun, Sumardaginn fyrsta. Hann hóf göngu sína árið 2007 og hefur verið haldinn árlega síðan. Að þessu sinni opna 17 söfn og sýningar við Eyjafjörð dyr sínar fyrir gestum og gangandi og ókeypis aðgang í tilefni dagsins. Þema ársins er „Hafið bláa hafið“. Á Siglufirði verður opið á þremur stöðum. Þetta…

Tjaldur bjargar branduglu – og krakkarnir kættust!

Laugardaginn 30. október var Tjaldur SH 270 að veiðum á Strandagrunni, djúpt út af Húnaflóa. Urðu skipverjar þá varir við uglu sem sest hafði á skipið. Þegar leið á daginn var nokkuð af henni dregið og hún handsömuð og sett í pappakassa. Því næst var henni færður nýveiddur múkki og varð þá mikill handagangur í…

Aðalfundur FÁUM

Aðalfundur FÁUM, Félags áhugamanna um minjasafn, verður haldinn í Bátahúsinu fimmtudaginn 5. nóvember kl. 17.00. Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Allir velkomnir. Félagar sérstaklega hvattir til að mæta. Stjórn FÁUM Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Texti: Aðsendur.

Steinunn María Sveinsdóttir þrítug

Steinunn María Sveinsdóttir, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar og fagstjóri Síldarminjasafns Íslands, er þrítug í dag og er af því tilefni í viðtali í Morgunblaðinu. Mynd: Björn Valdimarsson. Úrklippa: Úr Morgunblaðinu í dag. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Síðasta heimsókn sumarsins

Skemmtiferðaskipið Sea Spirit kom til hafnar í Siglufirði um áttaleytið í morgun. Að sögn Anitu Elefsen, rekstrarstjóra Síldarminjasafnsins, var heimsóknin bókuð snemma árs. Anita var um borð, þegar tíðindamaður hafði samband við hana á níunda tímanum; hún var þá að fara að halda kynningu á Siglufirði og Síldarminjasafninu fyrir farþegana, sem eru einungis 25. Svo…

Ferðamannastraumur – flóttamannastraumur

Anita Elefsen, starfsmaður Síldarminjasafnsins, hefur tvo undanfarna daga setið alþjóðlega ráðstefnu í Hamborg í Þýskalandi til að kynna Siglufjarðarhöfn gagnvart erlendum skemmtiferðaskipum. Hér heima gerðist það hins vegar í dag (föstudag) að tuttugu  þúsundasti gesturinn á þessu ári kom á safnið. Af því tilefni sendi Örlygur safnstjóri Anítu boð: Langþráðu markmiði náð! Og Aníta svarar:…

Skipakomur 2016

Bókaðar hafa verið 10 skipakomur fyrir næsta sumar – frá maí og fram í ágúst. Skipin sem bókað hafa komu sína eru Ocean Diamond sem kom hingað reglulega í sumar og National Geographic Explorer sem er meðal fyrstu skemmtiferðaskipanna sem komu til Siglufjarðar. Þá hefur bæst við nítjánda skipakoman í ár, en von er á…

Síldin er komin aftur!

„Í gær birtist afar áhugaverð frétt á vefmiðlinum Eyjan.is þar sem sagt er frá miklu magni og mikilli útbreiðslu makríls á Íslandsmiðum. Hér á Síldarminjasafninu var það þó aukaatriði fréttarinnar sem vakti mesta athygli: Síldin er komin aftur! Í fréttinni segir eftirfarandi af fimm vikna leiðangri Árna Friðrikssonar sem lauk sl. mánudag: „Síld fannst nokkuð…

Silver Explorer

Skemmtiferðaskipið Silver Explorer kom óvænt til Siglufjarðar í dag. Ætlunin hafði verið að sigla inn Scoresbysund á Grænlandi, en þar var veðurofsinn slíkur að skipið sneri við og hélt til Íslands. Silver Explorer er á vegum skipafélagsins SilverSea, en þetta er í fyrsta sinn sem skip frá þeim heimsækir Siglufjörð. Með tæplega sólarhrings fyrirvara var…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is