Tagged Síldarminjasafn Íslands

Ánægjuleg heimsókn

Í gærmorgun komu nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri ásamt nokkrum kennurum sínum í reglubundna heimsókn til Siglufjarðar og litu í kringum sig á fyrirfram ákveðnum stöðum, þ.e.a.s. í húsum Síldarminjasafns Íslands, á Þjóðlagasetrinu og í Siglufjarðarkirkju. Var þarna um að ræða námsferð 1. bekkjar og tengist atvinnusögu landsins. Safnaðarheimilið hefur allt frá upphafi staðið þessum…

Siglufjarðarpistill 19. mars 2016

Morgunblaðið birtir reglulega pistla fréttaritara sinna, í þætti sem nefnist Úr bæjarlífinu. Er þar reynt að bregða upp myndum úr heimabyggð og því sem fólk úti um land hefur verið og er að fást við hverju sinni. Þetta á að vera stutt og hnitmiðað og hefur undirritaður reynt að byrja hverju sinni þar sem frá…

Anita nýr safnstjóri Síldarminjasafns Íslands

Fyrsta apríl lætur Örlygur Kristfinnsson af starfi sem safnstjóri Síldarminjasafns Íslands, en því hefur hann gegnt í 20 ár. Á fundi stjórnar safnsins í síðustu viku var samþykkt að Anita Elefsen tæki við af honum. Síðustu fimm ár hefur hún gegnt hlutverki rekstrarstjóra safnsins. Þess má geta að Örlygur ætlar ekki að yfirgefa safnið fyrir…

Ungur fálki í heimsókn

Ungur fálki gerði sig heimakominn í máfahóp nærri Síldarminjasafninu á fimmtudaginn var og sló einn til jarðar en varð að endingu að gefa feng sinn upp á bátinn vegna mikillar umferðar þar framhjá. Flaug hann þá í norðaustur, vafalaust í leit að annarri bráð. Þessi kraftmikli og ófélagslyndi fugl er hánorrænn. Á Íslandi verpir hann…

Félag um Síldarævintýri

Aðalfundur Félags um Síldarævintýri verður haldinn í Bátahúsinu næsta þriðjudag, 19. janúar, kl. 17.00. Núverandi stjórn og undirbúningsnefnd hefur sagt sig frá störfum og óskað er eftir nýju fólki til þess að taka við keflinu. Mynd og texti: Aðsent.

Aldrei komið fleiri gestir

„Árið 2015 sóttu 22.090 gestir Síldarminjasafnið heim, en aldrei fyrr hefur gestatalan verið svo há. Það er áhugavert að líta til fjölgunar erlendra ferðamanna milli ára – þeir voru um 5.000 fleiri á árinu 2015 en 2014 eða alls 52% allra safngesta. Hæst hlutfall gesta okkar á Síldarminjasafninu á árinu 2015 voru þeir sem komu…

Aðalfundur FÁUM

Aðalfundur FÁUM, Félags áhugamanna um minjasafn, verður haldinn í Bátahúsinu fimmtudaginn 5. nóvember kl. 17.00. Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Allir velkomnir. Félagar sérstaklega hvattir til að mæta. Stjórn FÁUM Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Texti: Aðsendur.

Unnið við Salthúsið

„Þessa dagana stendur yfir vinna við Salthús Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Verið er að vinna með ytra byrði hússins og einnig hefur verið byggður kvistur á þakið. Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin í júní 2014 en eins og þekkt er þá voru hliðar hússins ferjaðar sjóleiðina frá Akureyri í júní árið 2014. Salthúsið er samvinnuverkefni…

Ársfundur Síldarminjasafnsins

Ársfundur Síldarminjasafnsins verður haldinn í Bátahúsinu fimmtudaginn 20. ágúst nk. kl. 17.00. Fundurinn er upplýsingafundur þar sem reikningar og starfsemi safnsins á árinu 2014 verða kynnt. Félagsmenn FÁUM eru hvattir sérstaklega til að mæta en fundurinn er öllum opinn og allir velkomnir. Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Texti: Aðsendur.

Ný sýning næsta vor

„Til stendur að opna nýja sýningu á Síldarminjasafninu á Siglufirði næsta vor og er ráðgert að vinna við hana hefjist í byrjun næsta árs og ljúki fyrir sumarið 2016. Þetta segir Örlygur Kristfinnsson safnastjóri Síldarminjasafnsins í nýlegu viðtali við N4. Þetta mun vera sýning um vélarhluta Síldarfrystihússins sem safnið á og verður hægt að sjá…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is