Tagged Síldarminjasafn Íslands

Skemmtiferðaskip 2017

Ranglega var frá því greint á Vísi.is í gær, og Fréttablaðinu þar á undan, að von væri 33 skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar á næsta ári. Hið rétta er að skemmtiferðaskipin, sem þegar hafa bókað sig, eru 7 talsins en munu hins vegar koma alls 33 sinnum, með alls 4.780 farþega, samkvæmt upplýsingum frá Anitu Elefsen, forstöðumanns…

Styrkur til Salthússins

Í fyrrakvöld, 26. október, undirrituðu Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, og Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafns Íslands, samning um 35 milljón króna styrk til að fjármagna áframhaldandi uppbyggingu Salthússins. Styrkurinn verður greiddur á fjögurra ára tímabili, frá 2017-2020. Þetta má lesa í nýrri frétt á heimasíðu safnsins. Sjá nánar þar. Mynd: Aðsend. Texti: Af heimasíðu Síldarminjasafnsins…

Síldarstúlka

Í gær, laugardaginn 13. ágúst, færðu systurnar Anna Sigríður, Alda, Halldóra og Þórdís Jónsdætur Síldarminjasafninu að gjöf skúlptúr úr smiðju Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur. Verkið er gefið í minningu foreldra þeirra, Sigurlaugar Davíðsdóttur, sem saltaði síld í 42 sumur og Jóns Þorkelssonar skipstjóra, síldarmatsmanns og verkstjóra hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Afkomendur þeirra Jóns og Sigurlaugar voru saman…

Líkan af Drangi

„Á mánudag færðu Sigurður, Snæbjörn og Jósef Guðbjartssynir, Jón Ellert Guðjónsson og fjölskyldur þeirra Síldarminjasafninu líkan af flóabátnum Drangi. Sigurður, Snæbjörn og Jósef eru synir Guðbjarts Snæbjörnssonar fyrrum skipstjóra á Drangi. Drangur er stór þáttur í samgöngusögu Fjallabyggðar, þ.e. bæði Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, en á árunum 1946-1991 sigldi hann á norðlenskar hafnir tvisvar til þrisvar…

Salthúsið fær klæðningu

Að undanförnu hefur verið unnið að því að klæða suður- og austurhlið Salthússins, nýjustu byggingar Síldarminjasafns Íslands, ganga frá gluggum, gluggaföldum og þakborðum. Verkinu stjórnar Jón Ragnar Daðason tréskipasmiður sem hefur sérhæft sig í viðgerð gamalla húsa. Með honum er Þorfinnur Karlsson. Þar að auki standa að verkinu starfsmenn safnsins, Hrafn Örlygsson, Haukur Orri Kristjánsson…

Ferðamenn heillast

„Sagan breytist ekki þó tíminn líði og vægi síldar í sögu íslenskrar þjóðar vegur jafn þungt þó frá líði þúsund ár. Saga Siglufjarðar og síldarævintýrisins á landsvísu er einstök,“ segir Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Hún tók við því starfi 1. apríl sl. af Örlygi Kristfinnssyni sem var upphafsmaður að safninu og hefur veitt…

Guðni í Bátahúsinu

Guðni Th. Jóhannesson, frambjóðandi til forseta Íslands, mun halda opinn fund í Síldarminjasafninu (Bátahúsinu) á morgun, þriðjudaginn 14. júní, frá kl. 17.30 til 18.30. Á fundinum mun Guðni kynna framboð sitt fyrir forsetakosningar 2016 ásamt því að svara spurningum gesta. Allir hjartanlega velkomnir. Mynd og texti: Aðsent.

Vegleg gjöf

Í gær, á afmælisdegi Siglufjarðarkaupstaðar, 20. maí, færði SkSigló ehf. Síldarminjasafninu Ljósmyndasafn Siglufjarðar að gjöf. Afhending fór formlega fram með undirritun gjafaafsals við látlausa en vinalega athöfn í Bátahúsinu. Ljósmyndasafn Siglufjarðar hefur fram að þessu verið eitt stærsta einkasafn á landinu og telur yfir hundrað þúsund ljósmyndir. Grunninn að umræddu Ljósmyndasafni lagði Steingrímur Kristinsson að…

Gestum stórfjölgar!

„Enn eru gestamet slegin á Síldarminjasafninu – fyrstu fjóra mánuði ársins var um tæplega 120% aukningu að ræða, miðað við sama tímabil á síðasta ári. Aukningin var svo mikil að í aprílmánuði einum og sér heimsóttu 1.170 gestir safnið, í samanburði við 950 gesti frá 1. janúar – 1. maí árið 2015. Hátt í 300…

Námskeið í Gamla Slippnum

„Námskeið í viðgerð gamalla trébáta fer fram í Gamla Slippnum þessa dagana, 11.–15. apríl, á vegum Síldarminjasafnsins. Kennari er Hafliði Aðalsteinsson, bátasmiður. Nemendur eru fimm og eru tveir þeirra úr Tækniskólanum í Hafnarfirði. Um er að ræða 75 kennslustundir með fyrirlestrum og verklegum hætti þar sem nemendur taka þátt í viðgerð á Gunnhildi ÓF 18,…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]